Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
Skilmálar um notkun á vafrakökum
Þegar þú heimsækir vefsíður gætu þær geymt eða sótt gögn í vafrann þínn með vafrakökum (e. cookies). Þetta er oft nauðsynlegt fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vafrakökurnar gætu verið notaðar til markaðssetningar, greiningar eða til að sérsníða síðuna, t.d. til að geyma kjörstillingar þínar.

Persónuvernd er okkur mikilvæg. Þess vegna hefur þú möguleika á að slökkva á ákveðnum tegundum af vafrakökum sem eru ekki nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Þessi útilokun getur haft áhrif á upplifun þína af vefsíðunni.
Stjórnun á vafrakökum eftir flokkum
Nauðsynlegt
Alltaf virkt
Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni síðunnar.
Markaðssetning
Þessar vafrakökur eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær geta einnig verið notaðar til að mæla árangur auglýsingaherferða eða takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingar. Markaðsfyrirtæki setja þær inn með leyfi rekstraraðila vefsíðunnar.
Persónulegar stillingar
Þessar vafrakökur gera vefsíðunni kleift að muna stillingarnar þínar (svo sem notendanafn, tungumál eða svæði) og veita betri og persónulegri upplifun.
Greining
Þessar vafrakökur hjálpa rekstraraðila vefsíðunnar að fylgjast með virkni síðunnar, hvernig gestir nota hana og hvort það komi upp tæknileg vandamál. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti.
3.6.24

Námskeið í "afslöppuðu" sýningarhaldi

Sviðslistamiðstöð Íslands, Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og Listahátíð í Reykjavík bjóða til tveggja daga námskeiðs um afslappað sýningarhald fyrir skynsegin (neurodivergent) áhorfendur.

Á undanförnum árum hefur “afslappað sýningarhald” (relaxed performances) verið þróað sem leið til að tryggja að sviðslistir verði aðgengilegar breiðum og fjölbreyttum áhorfendahópi, þar á meðal einstaklingum með taugamargbreytileika (líka skynsegin, taugsegin) (neurodivergent).

Markmið námskeiðs okkar er að auka skilning og færni framleiðenda sviðsverka og sýningarstaða til að aðlaga sýningarstaði og sviðsverk að ólíkum áhorfendum. Með “afslöppuðu sýningarhaldi” er hugað að öllum tengipunktum skynsegin einstaklinga við sviðslistasýningar,  allt frá upplýsingagjöf og móttöku, til innihalds og sviðsetningar. Námskeiðið fer fram á ensku og er ætlað fagfólki í sviðslistum.

Við höfum fengið til liðs við okkur ráðgjafann Zoe Halliday til að leiða vinnustofuna. Sjálf er Zoe skynsegin sviðslistakona frá Skotlandi og stofnaði fyrirtækið RAP: Relaxed Accessible Performance sem sérhæfir sig í ráðgjöf, kennslu og þjálfun í afslöppuðu sýningarhaldi. Zoe starfar auk þess sem aðgengisstjóri fyrir CCA í Glasgow.  

Á undanförnum misserum hefur verið ákall um meiri inngidingu, fjölbreytni og aðgengi í leikhúsum landsins.  Það er von okkar að með námskeiðinu verði stigið eitt skref til að gera sviðslistir að aðgengilegri og skemmtilegri upplifun fyrir alla.

Hvenær:

Fimmtudaginn 14. mars og Föstudaginn 15. mars

Hvar:

Þjóðleikhúskjallarinn

SKRÁÐU ÞIG HÉR

Dagskrá:

Fimmtudagur 14. mars

09:00 - 12:15 Neurodiversity: Myths, Lies, and Legends

13:00 - 14:00 Unpick session. Informal time for questions/focused discussion.

Föstudagur 15. mars

09:00 - 12:15 Relaxed Performances: What, Why, and Who?

13:00 - 14:30 Drop-in session for those looking to implement Relaxed Performance/have individual concerns/questions.

Markmiðið er að efla aðgengi og fjölbreytni í leikhúsum, með áherslu á hagnýtar aðferðir til að taka á móti öllum áhorfendum.